Sport

HM í íshokkí frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Finna og Rússa á HM 2016 sem fram fór í Kanada.
Úr leik Finna og Rússa á HM 2016 sem fram fór í Kanada. Vaughn Ridley/World Cup of Hockey/Getty Images

Heimsmeistaramótinu í íshokkí hefur verið frestað vegna útbreiðslu og hættunni sem fylgir kórónuveirunni.

Heimsmeistaramótinu í íshokkí hefur verið frestað ótímabundaið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hættunni sem hennir fylgir. Alþjóðaíshokkísambandið (IIHF) staðfesti þetta í gær en mótið átti að fara fram í Sviss í maí næstkomandi.

Ríkjandi meistararar Finnland fá því ekki tækifæri til að verja titilinn að svo stöddu.

Rene Fasel, forseti IIHF, ræddi ákvörðun sambandsins eftir að hún var opinberuð.

„Þetta er raunveruleikinn sem við lifum við í dag. Kórónuveiran er vandamál sem herjar á okkur öll og þjóðir um heim allan þurfa að berjast gegn útbreiðslunni. Við gerðum því að gera það sem við getum til að styðja þá baráttu.“

Þá var búið að aflýsa keppni í 2. og 3. deild heimsmeistaramótsins en A-landslið Íslands karlamegin keppir í 2. deild eftir að hafa náð silfri í sínum riðli í Mexíkó á síðasta ára.

Keppnin í 2. deild átti að fara fram í Reykjavík í apríl en fyrr á árinu fór riðill íslenska kvennalandsliðsins fram á Akureyri.


Tengdar fréttir

Ísland nældi í silfur eftir stórsigur á Úkraínu

Ísland vann öruggan 7-0 sigur á Úkraínu í lokaumferð 2. deildar B á HM kvenna í íshokkí í dag. Sigurinn þýðir að Ísland lendir í 2. sæti mótsins en keppt var á Akureyri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.