Japanskt lyf sagt gefa góða raun sem meðferð við kórónuveirunni Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 09:57 Lyfið er framleitt af japanska lyfjaframleiðandanum Toyama Chemical. Vísir/EPA Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira