Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. mars 2020 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við Ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Vísir/Sigurjón Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent