Sport

Clemens sigraði í upp­gjöri Þjóð­verjanna og mætir heims­meistaranum í næstu um­ferð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þjóðverjarnir féllust í faðma að leik loknum.
Þjóðverjarnir féllust í faðma að leik loknum. Luke Walker/Getty Images

Síðasti leikur dagsins á HM í pílu var uppgjör Þjóðverjanna Gabriel Clemens og Nico Kurz. Var það í fyrsta sinn sem tveir Þjóðverjar mætast á HM í pílu.

Clemens, Gerwyn Price, Ratajski og Huybrechts eru allir komnir áfram.

Clemens hafði betur í einvígi 3-1 og mætir hann heimsmeistaranum Peter Wright í næstu umferð.

„Nico er einn af hæfileikaríkustu leikmönnum Þýskalands og hann sýndi það í kvöld. Við erum góðir vinir svo þetta var sérstakur leikur fyrir okkur báða,“ sagði Clemens sáttur að leik loknum.

Gerwyn Price lenti í basli gegn Jamie Lewis og rétt hafði betur 3-2.

„Þetta var ekki mín besta frammistaða og ég var mögulega heppinn í síðasta settinu. Ég náði aldrei neinum takti og ég verð að hrósa Jamie, hann gaf mér hörkuleik,“ sagði Price að leik loknum.

Önnur úrslit

Krzysztof Ratajski 3-0 Ryan Joyce

Kim Huybrechts 3-1 Ian White




Fleiri fréttir

Sjá meira


×