Sport

Hjálpar Eng­lendingum að berjast við kórónu­veiruna en skellti Meik­le 3-0 í Ally Pally

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keegan var kátur í kvöld. Hann vinnur hlutastarf á spítala á Englandi og er því ekki atvinnumaður í pílukasti.
Keegan var kátur í kvöld. Hann vinnur hlutastarf á spítala á Englandi og er því ekki atvinnumaður í pílukasti. Kieran Cleeves/Getty

Keegan Brown er kannski ekki þekktasta nafnið í píluheiminum en saga hans er nokkuð áhugaverð. Hann skellti Ryan Meikle í kvöld á heimsmeistaramótinu í pílukasti, 3-0.

Keegan Brown hefur varla getað æft pílukast á árinu því hann hefur verið að berjast á mikilvægari stöðum.

Hann vinnur nefnilega hjá bresku heilbrigðisþjónustunni, NHS, þar sem hann aðstoðarmaður í þjónustu við blóðgjöf á spítalanum á Wighteyju.

Mikið álag hefur eðlilega verið á spítalanum á árinu vegna kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir fáar æfingar á þessu ári mætti Brown með bullandi sjálfstraust í Alexandra Palace í kvöld.

Hann gerði sér lítið fyrir og skellti Ryan Meikle, 3-0, og er þar af leiðandi kominn áfram í 64 manna úrslitin. Hann hefur lengst náð í 16 manna úrslitin og var eðlilega létt eftir leik kvöldsins.

Flestir bjuggu við hörku leik milli Ryan Searle og Jeffrey de Zwaan en svo var heldur betur ekki. Searle var mikið mun betri og vann leikinn 3-0.

Hollendingurinn Vincent van der Vort lenti 2-0 undir gegn Ron Meulenkamp í 64 manna úrslitunum en kom til baka og vann 3-2. Skotinn vinsæli, John Henderson, er þó úr leik eftir 3-1 tap gegn Jonny Clayton.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins:

Derk Telnekes - Nick Kenny 2-3 (92 manna úrslit)

Jason Lowe - Dmitriy Gorbunov 3-1 (92 manna úrslit)

Maik Kuivenhoven - Matthew Edgar 0-3 (92 manna úrslit)

Vincent van der Voort - Ron Meulenkamp 3-2 (64 manna úrslit)

Martijn Kleermaker - Cameron Carolissen (Martijn greindist með kórónuveiruna og því er Cameron kominn áfram í 64 manna úrslitin)

Keegan Brown - Ryan Meikle 3-0 (92 manna úrslit

Jeffrey de Zwaan - Ryan Searle 0-3 (64 manna úrslit)

Jonny Clayton - John Henderson 3-1 (64 manna úrslit)


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×