Innlent

Rýmingu af­létt að hluta á Seyðis­firði og bærinn kominn á hættu­stig

Sylvía Hall skrifar
Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. Vísir/Egill

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir að enn sé hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd.

Þeir íbúar sem mega snúa aftur eru beðnir um að gefa sig fram við vegalokun á Fjarðarheiði.

„Áríðandi er að íbúar haldi sig sem mest heima við þegar þangað er komið og þar til um hægist. Íbúar sem ekki hafa bifreið til umráða gefi sig vinsamlegast fram í fjöldahjálparstöð í Egilsstaðaskóla,“ segir í tilkynningu.

Verslun á Seyðisfirði er lokuð í dag og því eru íbúar hvattir til þess að snúa aftur með vistir og aðföng. Umferð til Seyðisfjarðar er háð takmörkunum og óviðkomandi umferð til Seyðisfjarðar er enn óheimil.

Þær götur sem um ræðir eru þessar:

• Dalbakki

• Árbakki

• Gilsbakki

• Hamrabakki

• Fjaðarbakki

• Leirubakki

• Vesturvegur

• Norðurgata

• Ránargata

• Fjörður

• Fjarðargata

• Bjólfsgata

• Oddagata

• Öldugata

• Bjólfsbakki

• Árstígur

• Garðarsvegur

• Hlíðarvegur

• Skólavegur

• Suðurgata að Garðarsvegi

• Austurvegur að nr. 21

• Langahlíð

Auk bæjanna

• Dvergasteinn

• Sunnuholt

• Selsstaðir


Tengdar fréttir

Skoða hvort hægt sé að af­létta hluta rýmingar

Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Vatns­þrýstingur fer minnkandi í jarð­vegi

Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×