Enski boltinn

Miðju­maður Lil­le vekur á­huga Liver­pool og gæti mögulega verið arf­taki Wijn­aldum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Renato á æfingu Lille á dögunum. Hann er nú orðaður við Liverpool.
Renato á æfingu Lille á dögunum. Hann er nú orðaður við Liverpool. Sylvain Lefevre/Getty Images

Liverpool er sagt fylgjast með stöðunni hjá portúgalska miðjumanninum, Renato Sanches, sem er á mála hjá Lille í Frakklandi.

Liverpool hefur reynt að fá hollenska miðjumanninn Georginio Wijnaldum til að framlengja við félagið en það hefur ekki gengið eftir.

Wijnaldum er sagður vilja fjögurra ára samning en ensku meistararnir eru ekki taldir reiðubúnir að gera svo langan samning við miðjumanninn sem á sér draum að spila fyrir Barcelona.

Því gæti Liverpool leitað í portúgalska miðjumanninn Renato Sanches sem hefur leikið í enska boltanum því hann var á láni hjá Swansea tímabilð 2017/2018.

Þá var hann á mála hjá Bayern Munchen en hann lék þar 2016 til 2019. Hann gekk í raðir Lille síðasta sumar, fyrir 25 milljónir punda, og varð dýrustu kaup Lille í sögunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.