Innlent

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar bíllinn lenti á ljósastaur. Báðir bílar eru mikið skemmdir.
Annar bíllinn lenti á ljósastaur. Báðir bílar eru mikið skemmdir. Vísir/Vésteinn

Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Myndir af slysstað sýna að annar bíllinn hafnaði uppi á umferðareyju og á ljósastaur. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu komu bílarnir úr gagnstæðri átt og skullu framan á hvor öðrum. Þrír sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru ökumenn einir í báðum bílunum. Ekki er vitað um líðan þess sem fluttur var á slysadeild. Báðir bílarnir skemmdust mikið í árekstrinum og voru dregnir burt af slysstað um hádegisbil. 

Umferðartafir urðu á svæðinu vegna slyssins en vinnu var lokið á vettvangi fljótlega eftir hádegi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir af vettvangi í dag.

Annar bíllinn fluttur af vettvangi um hádegisbil.Vísir/Arnar
Viðbragðsaðilar athafna sig á slysstað.Vísir/Arnar
Sjúkrabílar og dælubíll voru sendir á vettvang.Vísir/Vésteinn
Frá vettvangi á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.