Innlent

Tæp­lega 2300 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd síðustu þrjú ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útlendingastofnun hefur kostað dómsmálaráðuneytið mest í málaflokki umsækjenda um alþjóðlega vernd, eða 9,3 milljarða.
Útlendingastofnun hefur kostað dómsmálaráðuneytið mest í málaflokki umsækjenda um alþjóðlega vernd, eða 9,3 milljarða. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 2263 sótt um alþjóðlega vernd á árunum 2018, 2019 og á fyrstu tíu mánuðum ársins 2020. Af þeim var um helmingur umsóknanna tekinn strax í efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun. Fjórðungur umsækjenda hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru EES- eða EFTA ríki.

Meðalmálsmeðferðartími var um tveir mánuðir á tímabilinu öllu en í ár hefur hann verið um fjórir mánuðir. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Kostnaður ráðuneytisins og undirstofnana þess á tímabilinu vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið hátt í 12 milljarðar króna. Kostnaður Útlendingastofnunar er mestur, eða um 9,3 milljarðar. Þá var kostnaður Kærunefndar útlendingamála vegna málaflokksins um 708 milljónir. Þjónustusamningur við Rauða kross Íslands kostaði ráðuneytið rúman milljarð.

Þá kemur fram í svari ráðherra að kostnaður vegna heimferða þeirra sem ekki fengu vernd hér á landi á þessu tímabili séu samtals 714 milljónir og kostnaður vegna móttöku umsækjenda rúmar 25 milljónir. Umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur hins vegar fækkað á árinu vegna Covid-19.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.