Mögnuð endurkoma Juventus í nágrannaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bonucci í þann mund að tryggja Juve sigurinn.
Bonucci í þann mund að tryggja Juve sigurinn. vísir/Getty

Ítalíumeistarar Juventus lentu í kröppum dansi þegar þeir fengu nágranna sína í Torino í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Gestirnir komust óvænt yfir með marki varnarmannsins Nicolas Nkoulou á 9.mínútu.

Þeim hélst forystan allt þar til á 78.mínútu þegar Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie jafnaði metin fyrir Juventus. 

Meisturunum tókst svo að troða inn sigurmarki en það gerði Leonardo Bonucci á 89.mínútu.

Mikilvægur sigur fyrir Juventus sem er nú þremur stigum á eftir toppliði AC Milan, sem á þó einn leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.