Fótbolti

Coutin­ho úti­lokar ekki endur­komu til Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho í leik Barcelona gegn Osasuna um helgina.
Coutinho í leik Barcelona gegn Osasuna um helgina. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Philippe Coutinho hrósar enska boltanum en nú er hugur hans allur í Barcelona.

Philippe Coutinho, leikmaður Barcelona, útilokar ekki að snúa aftur einn daginn í enska fótboltann og segir að það hafi verið heiður að spila með liði eins og Liverpool.

Brassinn var frábær í liði Liverpool á árunum 2013 til 2018 og var m.a. í liðinu sem var svo nálægt því að vinna deildina árið 2014. Hann yfirgaf svo félagið í janúar 2018 er Börsungar keyptu hann á 145 milljónir punda.

Dvölin hjá Barcelona hefur þó ekki verið dans á rósum en hann hefur átt í erfiðleikum á Spáni. Hann var meðal annars lánaður til Evrópumeistara Bayern Munchen á síðustu leiktíð en berst nú um sæti í spænska stórveldinu.

„Enska úrvalsdeildin er ein mest spennandi deild í heiminum. Að hafa fengið tækifærið til þess að spila fyrir Liverpool er eitthvað sem ég mun alltaf vera þakklátur fyrir,“ sagði Coutinho.

„Það er ómögulegt að segja hvað gerist eða hvað gerist ekki í framtíðinni. Núna er þó aðal markmiðið mitt að ná árangri hjá Barcelona,“ bætti Brassinn við í samtali við Sport.es.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.