Innlent

Em­bætti vara­for­manns Mið­flokksins lagt niður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins.
Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Vísir/Vilhelm

Embætti varaformanns Miðflokksins var í dag lagt niður á aukalandsþingi flokksins. Lagabreytingatillaga þess efnis var lögð fram á fundinum í dag og var tillagan sú að þingflokksformaður verði talsmaður stjórnar forfallist formaður.

Tvö höfðu boðið sig fram til embættisins í dag, þau Gunnar Bragi Sveinsson sitjandi varaformaður og Vigdís Hauksdóttir oddviti flokksins í borginni.

Atkvæðagreiðsla um lagabreytingar fór fram á milli fjögur og fimm í dag. Jón Pétursson aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið að lögin hafi verið samþykkt með 85 prósentum greiddra atkvæða.

Þau séu jafnframt til þess fallin að breyta stjórn flokksins, fjölga fulltrúum í henni og auka lýðræði almennra flokksmanna.

Vigdís Hauksdóttir sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún væri hissa yfir tillögunni um að leggja embættið niður.

„Mér finnst að strúktúr allra flokkanna á Íslandi eigi að vera eins, en það er bara mín skoðun, ég er bara eitt atkvæði,“ sagði hún í samtali við RÚV fyrr í dag.

Eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir sagðist hún ætla að einbeita sér að því að sinna borginni vel. Það sé bara fínt að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfinu.

Gunnar Bragi er þingflokksformaður Miðflokksins núna og mun hann því áfram vera staðgengill formanns forfallist hann. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.