Sport

Dag­skráin í dag: Domino's Körfu­bolta­kvöld, enska ást­ríðan, spænski og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi verða hressir í kvöld.
Strákarnir í Dominos Körfuboltakvöldi verða hressir í kvöld. STÖÐ 2 SPORT

Sex beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag. Sú fyrsta er klukkan 10.00 og sú síðasta klukkan 20.00.

Fyrsta útsending dagsins er á Golfstöðinni er Opna Joburg mótið heldur áfram á Evróputúrum. Klukkan 18.00 er svo komið að RSM Classic á sömu stöð.

Á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.30 er svo hægt að finna Pelican Women's Championship á LPGA túrnum en klukkan 19.45 er það svo leikur Coventry og Birmingham í ensku B-deildinni.

Klukkan 19.55 verður svo flautað til leiks í spænska boltanum er Huesca sækir Osasuna heim. Gestirnir í Huseca hafa ekki enn unnið leik í fyrstu níu umferðunum en Osasuna er í 13. sætinu.

Klukkan 20.00 fer svo Domino's Körfuboltakvöld í loftið. Þrátt fyrir að það sé enginn körfubolti spilaður á parketum landsins verður Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á skjám landsmanna í kvöld.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og helgarinnar má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.