Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:00 Félagarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. Getty/Oliver Contreras-Pool William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent