Lífið

Kristín og Skafti selja hæð og ris í gamla vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign á besta stað í borginni.
Falleg eign á besta stað í borginni. myndir/fasteignaljósmyndun.is

Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Skafti Jónsson diplómat hjá Utanríkisráðuneytinu hafa sett hæð sína við Ásvallagötu á sölu en íbúðin er hin glæsilegasta og er um 220 fermetrar að stærð.

Um er að ræða fallega hæð og ris í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið í gamla vesturbænum.

Húsið var byggt árið 1949 og er fasteignamat eignarinnar rúmlega 93 milljónir. Ásett verð er 138 milljónir.

Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi. Íbúðin er björt og falleg hæð með frönskum gluggum sem setja mikinn svip á eignina.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni og hér má einfaldlega ganga um eignina á sérstakri 3D vefsíðu fyrir íbúðina. 

Falleg hæð með frönskum gluggum sem setja svip sinn á húsið.
Borðstofan og setustofan liggja saman í opnu rými.
Stór og góð borðstofa. 
Smekklegt baðherbergi á aðalhæðinni en einnig er annað baðherbergi á risinu.
Hjónaherbergið í risinu er stórt.
Eldhúsið er stórt, opið og bjart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×