Sport

Íþróttastarf leggst af

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla. vísir/hulda margrét

Íþróttastarf á Íslandi verður lagt af næstu 2-3 vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi með ríkisstjórninni og þríeykinu svokallaða í Hörpu í dag.

Nýjar og hertari sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti og gert er ráð fyrir að þær gildi til þriðjudagsins 17. nóvember. Sömu reglur gilda um allt land.

Helstu aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundinum eru að samkomutakmarkanir fara úr 20 manns í tíu, tveggja metran gildir áfram og áhersla á grímunotkun verður aukin, krár og skemmtistaðir verða lokaðir, sundlaugar verða lokaðar, íþróttastarf leggst af og börn fædd 2015 og seinna eru undanskilin tveggja metra reglu.

Ráðherra getur þó veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi, t.d. vegna alþjóðlegra keppnisleika. Landsleikur Íslands og Litháens í handbolta á miðvikudaginn getur því farið fram sem og leikur Vals og HJL Helskinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sama dag.

Ljóst er að þessar hertu sóttvarnarreglur setja strik í reikning KSÍ sem hafði gefið sér frest til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. Framhald þess verður rætt á fundi stjórnar KSÍ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×