Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 07:18 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent