Lífið samstarf

Smákökusamkeppni: Lumar þú á verðlaunauppskrift?

Lífland
Smákökusamkeppni Kornax er að bresta á og vegleg verðlaun í boði fyrir bestu smákökuuppskriftirnar. Senda þarf inn uppskrift fyrir 12. nóvember
Smákökusamkeppni Kornax er að bresta á og vegleg verðlaun í boði fyrir bestu smákökuuppskriftirnar. Senda þarf inn uppskrift fyrir 12. nóvember

Smákökusamkeppni Kornax þekkja flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í keppninni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Í ár verður keppnin með örlítið breyttu sniði í ljósi aðstæðna. Ekki verður farið fram á að þátttakendur sendi inn tilbúnar kökur heldur mun sérvalinn kökumeistari baka eftir girnilegustu uppskriftunum fyrir dómnefnd.

„Við vildum alls ekki aflýsa keppninni því hún er svo stór partur af jólahefðinni hjá okkur í Kornax, heldur ætlum við að hafa hana með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár í ljósi aðstæðna,“ útskýrir Dagmar Íris Gylfadóttir, markaðsstjóri Líflands. „Þetta árið óskum við því eftir að fá sendar uppskriftir ásamt mynd af uppáhaldssmákökunum á netfangið smakokusamkeppni@kornax.is fyrir 12.nóvember,“ segir Dagmar og hvetur alla sem ofnvettlingi geta valdið að taka þátt í keppninni.

Vinningskökurnar sem dómnefndin féll fyrir á síðasta ári. Hvað ætli heilli þau í ár?

„Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka og því upplagt að taka fram gömlu góðu uppskriftina hennar ömmu eða mömmu og rifja upp sína uppáhalds smáköku. Hugsanlega þarf að breyta uppskriftinni og bæta í hana girnilegu hráefni frá Nóa Síríus sem gerir auðvitað bara gott betra,“ segir Dagmar en þær kröfur sem innsendar uppskriftir þurfa að uppfylla eru að í þeim sé Kornax hveiti, vara frá Nóa Síríus og síðast en ekki síst að kökurnar séu afar góðar á bragðið.

Sylvía Haukdal bakar eftir uppskriftunum

Allar uppskriftir sem berast verða settar í pott og dregnar út tíu uppskriftir. Yfir þær fer dómnefnd og velur fimm girnilegustu kökurnar til baksturs.

„Sylvía Haukdal kökumeistari mun sjá um að baka þær kökur sem valdar verða og hægt verður að fylgjast með bakstrinum í Story á Facebooksíðu Kornax og Instagram og í Story hjá Sylvíu Haukdal dagana 16.-20.nóvember. Þann 20. nóvember mun dómnefndin hittast og dæma hvaða kaka verður jólasmákaka Kornax í ár,“ segir Dagmar. „Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum: sem eru Nói Síríus, Rafland, Nettó, Hótel B59, Apótekið veitingahús, Óskaskrín og Nesbú.“

Dómnefndina skipa, auk Sylvíu Haukdal, Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Síríus og Jóhannes Freyr Baldursson deildarstjóri matvælasviðs Kornax.

Úrslitin verða kynnt þann 20. nóvember á Facebooksíðu Kornax og á Bylgjunni. Fyrir forvitna er hægt að skoða vinningsuppskriftir fyrri ára hér.

1. Sæti

 • KitchenAid hrærivél frá Raflandi 
 • Gjafakort að upphæð 40.000 krónur frá Nettó 
 • Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind frá Hótel B59 
 • Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Veitingahúsinu Apótekið
 • Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus 
 • Glaðningur fyrir tvo frá Óskaskríni 
 • Hveiti í baksturinn frá Kornax
 • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi

2. Sæti

 • Gjafakort að upphæð 30.000 krónur frá Nettó
 • Gjafakort í Afternoon tea fyrir tvo frá Veitingahúsinu Apótekið
 • Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus 
 • Hveiti í baksturinn frá Kornax
 • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbúi

3. Sæti

 • Gjafakort að upphæð 20.000 krónur frá Nettó 
 • Vegleg gjafakarfa frá Nóa Síríus 
 • Hveiti í baksturinn frá Kornax
 • Hamingjuegg í baksturinn frá NesbúiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.