Lífið

Kántr­í­söngvarinn Billy Joe Sha­ver er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Billy Joe Shaver á tónleikum á síðasta ári.
Billy Joe Shaver á tónleikum á síðasta ári. Getty

Bandaríski kántrísöngvarinn og lagasmiðurinn Billy Joe Shaver er látinn, 81 árs að aldri.

Rolling Stone greinir frá þessu, en Shaver lést í kjölfar heilablóðfalls.

Shaver skrifaði meðal annars lög á borð við Georgia on a fast train, Old five and dimers like me og Live forever.

Hann samdi líka megnið af lögunum á Honky Tonk Heroes, fyrstu plötu kántrísöngvarans Waylon Jennings, og þá fluttu risar í tónlistarheiminum á borð við Elvis Presley, Kris Kristofferson og Johnny Cash nokkur laga úr smiðju Shaver.

Shavar var ákærður árið 2007 fyrir að hafa skotið mann í andlitið í grennd við heimili sitt í Waco í Texas, en hann var sýknaður þar sem dómarinn taldi að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Hann gaf út síðustu plötu sína árið 2014, Long in the Tooth.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.