Hjúkrunarfræðinemum hópað saman í próf þrátt fyrir neyðarstig: „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 20:59 Rakel Sif Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári. Hún segir það afar óábyrt af hjúkrunarfræðideild að hópa saman nemendum í fyrramálið vegna prófs og minnir á að flestir vinni þeir á Landspítalanum sem er kominn á neyðarstig vegna faraldurs kórónuveirunnar. AÐSEND Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á fjórða ári, er ein þeirra sem mun þreyta prófið á morgun. „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt af hjúkrunarfræðideild. Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Hún minnir á að flestir hjúkrunarfræðinemar starfi á Landspítalanum eða á hjúkrunarheimilum. Rakel segir að nemendur hafi ítrekað óskað eftir því að prófið fari fram rafrænt svo að nemendur þurfi ekki að koma saman. Einnig hafi þeir velt upp hugmyndum á borð við að seinka prófinu þar til smitum fækkar og að færa prófið inn í lokapróf áfangans. Ekki í samræmi við fyrirmæli þríeykisins Hún segir áætlun deildarinnar um að halda prófið á morgun engan vegin í samræmi við aðgerðir og fyrirmæli þríeykisins. „Maður hefði haldið að það væri skilningur innan heilbrigðisvísindasviðs á ástandinu sem nú er uppi en svo er greinilega ekki.” Samkvæmt pósti sem fréttastofa hefur undir höndum og sendur var á nemendur verður próftökum skipt í fjóra hópa. Í einum hópnum eru 28 nemendur sem munu þreyta prófið. Í næsta hópi 19 nemendur, þriðji hópurinn samanstendur af 27 nemendum og í þeim fjórða eru 19 nemendur. Segir húsnæðið ekki bjóða upp á hólfaskiptingu Rakel segist áhyggjufull þrátt fyrir þessa hópaskiptingu. „Húsnæðið einfaldlega býður ekki upp á algjöra hólfaskiptingu. Það eru bara þrír inngangar á byggingunni og svo er ekki hægt að halda salernum hópaskiptum.” Þá minnir hún á að Landspítalinn sé í fyrsta sinn í sögunni kominn á neyðarstig. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Fyrst og fremst óábyrgt Rakel bendir á að flestar deildir hafi getað komið til móts við aðstæður í samfélaginu með því að útfæra próf á rafrænan hátt til að koma í veg fyrir hópamyndun. „Mér finnst þetta fyrst og fremst óábyrgt. Við vinnum felst innan heilbrigðiskerfisins og erum allan daginn í kringum fólk í áhættuhópum,” sagði Rakel Sif. Hún segir að nemendur hafi fundað með deildarforseta í síðustu viku. „Þar var ekki tekið tillit til okkar sjónarmiða.” Segir deildina ekki sýna gott fordæmi Hjúkrunarfræðineminn Berglins Rós Bergsdóttir tjáði sig um málið á Facebook. Hún telur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ekki sýna gott fordæmi. Íris Helgudóttir, hjúkrunarfræðinemi, tekur undir með Rakel og Berglindi í færslu á Facebook.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira