Sport

Katrín Tanja önnur fyrir síðustu greinina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Katrín Tanja.
Katrín Tanja. vísir/gva

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti fyrir tólftu og síðustu grein heimsleikanna í CrossFit sem fram fara í Kaliforníu, Bandaríkjunum um helgina en hún á þó ekki möguleika á sigri.

Katrín hafnaði í 3.sæti í 11.greininni en Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark og styrkti stöðu sína í heildarkeppninni enn frekar en hún hafði þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn.

Fimm keppendur taka þátt um helgina en Katrín stendur vel af vígi í 2.sæti með 590 stig fyrir síðustu greinina sem fram fer í kvöld en Bandaríkjakonan Haley Adams er í þriðja sæti með 525 stig.

Sá keppandi sem vinnur hverja grein fær 100 stig, annað sætið fær 75 stig, þriðja sætið fær 55 stig, fjórða sætið fær 35 stig og síðasta sætið fær 15 stig. Þú þarft hins vegar að klára greinna til að fá stig því annars færðu 0 stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.