Khabib afgreiddi Gaethje og tilkynnti svo að hann væri hættur Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2020 22:01 Khabib í tárum eftir sigurinn í kvöld. Josh Hedges/Zuffa LLC/Getty Images Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020 MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Khabib Nurmagomedov, MMA-bardagakappinn, gerði sér lítið fyrir og skellti enn einum mótherja sínum. Í kvöld var það Bandaríkjamaðurinn Justin Gaethje. Khabib hafði ekki tapað bardaga fyrir bardagann í kvöld en bardaginn fór fram í Forum Arena á Abu Dhabi. Þetta var fyrsti bardagi Khabib frá því að faðir hans, sem var honum afar náinn, féll frá í júlí. Það sást frá upphafi að Khabib ætlaði sér að vinna þennan bardaga fyrir föður sinn. Hann gerði sér lítið fyrir og náði að afgreiða Bandaríkjamanninn í annarri lotunni. Stór sigur Rússans. Khabib Nurmagomedov has submitted Justin Gaethje by triangle choke in the second round - an incredible performance!Live reaction: https://t.co/oSLgbfakm8 #bbcufc #UFC254 pic.twitter.com/N7zfpr3E7T— BBC Sport (@BBCSport) October 24, 2020 Hann hefur því unnið alla þrettán bardaga sína í UFC og er samanlagt 29-0 í bardögum innan vefbanda MMA. Stærstu tíðindi kvöldsins komu hins vegar eftir bardagann er Khabib sagði að hann væri hættur að berjast. „Þetta var minn síðasti bardagi. Það er ekki séns að ég komi hérna án pabba. Þegar UFC spurði mig hvort að ég vildi berjast gegn Justin þá talaði ég við mömmu mína í þrjá daga,“ sagði Khabib. „Hún vill ekki að ég fari til bardaga án pabba en ég lofaði henni að þetta yrði minn síðasti bardagi. Ég stend við það og ég verð að gera það,“ bætti Rússinn við. Khabib hefur eldað grátt silfur við Conor McGregor í gegnum tíðina en það verður fróðlegt að sjá hvort að Khabib sé hættur fyrir fullt og allt. "I promised my mother this is going to be my last fight." @TeamKhabib announces his retirement from MMA with a 29-0 record. pic.twitter.com/5NRtjkjz3B— SPORF (@Sporf) October 24, 2020
MMA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira