Sport

Dag­skráin í dag: Rooney í sóttkví, Domino’s Körfu­bolta­kvöld og golfið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney verður ekki með Derby í kvöld en hann er í sóttkví eftir að maður sem heimsótti hann greindist með kórónuveiruna.
Wayne Rooney verður ekki með Derby í kvöld en hann er í sóttkví eftir að maður sem heimsótti hann greindist með kórónuveiruna. Adam Davy/PA Images via Getty Images)

Sex beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag en þrjár þeirra eru úr golfinu, ein úr fótboltanum og ein frá körfuboltanum.

Dagurinn hefst með Italian Open á Stöð 2 Golf klukkan 10.30 en klukkan 21.00 má finna The Zozo Championship á PGA-meistaramótinu.

LPGA mótaröðin er líka á ferðinni í dag en klukkan 17.00 hefst útsending frá Drive On Championship - Reynolds á Golfstöðinni.

Nottingham Forest og Derby mætast svo klukken 18.40 en Wayne Rooney er í sóttkví. Gengi Derby hefur verið afleitt það sem af er leiktíðinni.

Síðast en ekki síst er svo Domino’s Körfuboltakvöld á ferðinni en Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans fara í loftið klukkan 20.00.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.