Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 09:01 Fólk bíður þess að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar. Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar.
Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist.
Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30