Sport

Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea hljóp á sínum besta tíma í dag.
Andrea hljóp á sínum besta tíma í dag. FRÍ

Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. Kom Andrea í mark á tímanum 1:17:52 klukkustundir og er það hennar besti árangur í greininni til þessa.

Hafnaði hún í 89. sæti.

Elín Edda Sigurðardóttir hljóp einnig í dag og endaði í 101. sæti. Hún hljóp á 1:24:20 klukkustundum.

Þær Andrea og Elín eru margfaldir Íslandsmeistarar þegar kemur að langhlaupum. Eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenkyns hlaupara í hálfu maraþoni frá upphafi.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.