Selfyssingar bera smitberann á höndum sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2020 15:16 Auður Tinna er þakklát þeim stuðningi sem hún hefur fundið fyrir á Selfossi. Vísir Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. Þannig kemst Auður að orði í færslu á Facebook en hún liggur nú inni á Landspítalanum, á leið lungnasneiðmyndatöku vegna bólgueinkenna. Hún segist hafa legið eins og skata undanfarna sex daga í veikindum sínum. „Ég var lögð inn í gærkvöldi með mikla mæði og andþyngsli, er núna með vökva í æð og er að bíða eftir sneiðmyndatöku fyrir lungun. Ég fékk veirulyf í gærkvöldi þvi blóðprufur sýndu bólgur í líkama,“ segir Auður Tinna í samtali við Vísi. Hún er ein átján einstaklinga sem liggja inni á Landspítalanum þesa stundina. Átjánd eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél síðast þegar fréttist.Vísir/Vilhelm Auður rifjar í Facebook-færslu upp að hún hafi farið í sóttkví á fimmtudagskvöld með dætrum sínum tveimur sem eru í 1. og 4. bekk í Sunnulækjarskóla. Aðeins nokkrir klukkutímar hafi liðið þangað til hún fór að finna til einkenna og svo í framhaldi hafi hún verið orðin fárveik. Fór hún því í skimun. Ömurleg tilfinning „Það eitt að smitast er skellur... en að vera fárveikur og lesa á fréttamiðlum og vera meðvituð að ÉG og stelpurnar mínar komu 600 MANNS í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina og ég var fljótlega mjög meðvituð um að fólk vissi að þetta væri ég (fékk skilaboð og hringingar, en allt fallegt btw) ....hvernig var sú tilfinning? ÖMURLEG! Ég lá upp í sófa eins og hrísla og las þetta alltaf aftur og aftur, 600 MANNS! Sprittaði ég mig: JÁ. Var ég alltaf að huga að smitvörnum? JÁ. Fór ég yfir smitvarnir með börnunum mínum? JÁ,sirka trilljón sinnum. En samt náði þessi veira okkur.“ Greint var frá því um helgina að á sjötta hundrað nemenda auk kennara við Sunnulækjarskóla væru komin í sóttkví. Til stendur skimun á öllum í skólanum að því er fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi í vikunni. 36 eru í einangrun á Suðurlandi sem stendur og 714 í sóttkví. Langstærstur hluti þeirra sem eru í sóttkví tengjast Sunnulækjarskóla. Auður Tinna segir viðbrögð bæjarbúa á Selfossi hafa veitt mæðgunum styrk. Það sem hefur hjálpað mér hingað til er öll væntumþykkjan og hugulsemin sem ég hef mætt hjá mínu nánasta en líka annar staðar óvænt frá og fyrir það er ég eeendlaust þakklát, bara vá segir Auður Tinna. Alls ekki bara einhver leiðinleg flensa „Ég hélt þar sem ég setti nánast heilt bæjarfélag á hliðina yrði ég ekkert sú vinsælasta sko en ég hef engu mætt hingað til nema samkennd og umhyggju, við vorum á 2 degi í einangrun þegar eigandi ísbúð Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfossi.“ Mæðgurnar fengu ís í gjöf og heimsendingu frá Huppu, ísbúð á Selfossi.Huppa Hún fái margar hringingar á hverjum degi og skilaboð. „Þið vitið hver þið eruð og ég er svo þakklát, þetta hjálpar og styður meir við mann en ykkur grunar...svo ég þakka ég fyrir á hverjum degi að fólkið mitt er einkennalaust ennþá og ég er líka þakklát fyrir að stelpurnar mínar eru nánast einkennalausar þrátt fyrir að hafa veiruna.“ Auður Tinna er 33 ára, við góða heilsu og frekar fínu formi að eigin sögn. Þegar hún hreyfi sig sé eins og hún hafi skellt sér á hlaupabrettið í hálftíma. Hún þakkar fyrir frábært utanumhald hjá Covid-göngudeildinni og heimilislækninum sínum. Hún gerir sér grein fyrir að hún gæti verið veik í lengri tíma. Varar fólk við að hlusta á Trump „Þannig að fyrir ykkur sem haldið að þetta sé bara leiðinleg flensa þá er þetta ekki alveg svo auðvelt,“ segir Auður Tinna. Hún biður fólk um að gera ekki lítið úr veirunni og hlusta ekki um þvæluna í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þess efnis að ekkert sé að óttast. „Þetta eru mjög óþægileg veikindi og þar á auki eru eftirköst þessarar veiru ekki enn þekkt.“ Hún sendir styrk og baráttukveðjur til annarra sem glími við Covid-19. Þá hvetur hún fólk í sóttkví til að taka jólaþrifin snemma, taka til í skápunum eða leggjast í hámhorf í sjónvarpinu. Ef þú ert í rólegheitum og vantar eitthvað að gera þætti mér pínku vænt um að þú lesir þetta við tækifæri,þetta er samt...Posted by Auður Tinna Hlynsdóttir on Tuesday, October 6, 2020 Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Auður Tinna Hlynsdóttir, starfsmaður á sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi, segist ekki hafa mætt neinu nema samkennd og umhyggju þrátt fyrir að hafa sett heilt bæjarfélag á hliðina. Þannig kemst Auður að orði í færslu á Facebook en hún liggur nú inni á Landspítalanum, á leið lungnasneiðmyndatöku vegna bólgueinkenna. Hún segist hafa legið eins og skata undanfarna sex daga í veikindum sínum. „Ég var lögð inn í gærkvöldi með mikla mæði og andþyngsli, er núna með vökva í æð og er að bíða eftir sneiðmyndatöku fyrir lungun. Ég fékk veirulyf í gærkvöldi þvi blóðprufur sýndu bólgur í líkama,“ segir Auður Tinna í samtali við Vísi. Hún er ein átján einstaklinga sem liggja inni á Landspítalanum þesa stundina. Átjánd eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Fjórir eru á gjörgæslu og þrír í öndunarvél síðast þegar fréttist.Vísir/Vilhelm Auður rifjar í Facebook-færslu upp að hún hafi farið í sóttkví á fimmtudagskvöld með dætrum sínum tveimur sem eru í 1. og 4. bekk í Sunnulækjarskóla. Aðeins nokkrir klukkutímar hafi liðið þangað til hún fór að finna til einkenna og svo í framhaldi hafi hún verið orðin fárveik. Fór hún því í skimun. Ömurleg tilfinning „Það eitt að smitast er skellur... en að vera fárveikur og lesa á fréttamiðlum og vera meðvituð að ÉG og stelpurnar mínar komu 600 MANNS í sóttkví og næstum heilt bæjarfélag fer á hliðina og ég var fljótlega mjög meðvituð um að fólk vissi að þetta væri ég (fékk skilaboð og hringingar, en allt fallegt btw) ....hvernig var sú tilfinning? ÖMURLEG! Ég lá upp í sófa eins og hrísla og las þetta alltaf aftur og aftur, 600 MANNS! Sprittaði ég mig: JÁ. Var ég alltaf að huga að smitvörnum? JÁ. Fór ég yfir smitvarnir með börnunum mínum? JÁ,sirka trilljón sinnum. En samt náði þessi veira okkur.“ Greint var frá því um helgina að á sjötta hundrað nemenda auk kennara við Sunnulækjarskóla væru komin í sóttkví. Til stendur skimun á öllum í skólanum að því er fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi í vikunni. 36 eru í einangrun á Suðurlandi sem stendur og 714 í sóttkví. Langstærstur hluti þeirra sem eru í sóttkví tengjast Sunnulækjarskóla. Auður Tinna segir viðbrögð bæjarbúa á Selfossi hafa veitt mæðgunum styrk. Það sem hefur hjálpað mér hingað til er öll væntumþykkjan og hugulsemin sem ég hef mætt hjá mínu nánasta en líka annar staðar óvænt frá og fyrir það er ég eeendlaust þakklát, bara vá segir Auður Tinna. Alls ekki bara einhver leiðinleg flensa „Ég hélt þar sem ég setti nánast heilt bæjarfélag á hliðina yrði ég ekkert sú vinsælasta sko en ég hef engu mætt hingað til nema samkennd og umhyggju, við vorum á 2 degi í einangrun þegar eigandi ísbúð Huppu hringdi og vildi gefa mér og stelpunum ís fyrir utan tröppurnar, hversu fallegt og yndislegt samfélag sem ég bý í hér á Selfossi.“ Mæðgurnar fengu ís í gjöf og heimsendingu frá Huppu, ísbúð á Selfossi.Huppa Hún fái margar hringingar á hverjum degi og skilaboð. „Þið vitið hver þið eruð og ég er svo þakklát, þetta hjálpar og styður meir við mann en ykkur grunar...svo ég þakka ég fyrir á hverjum degi að fólkið mitt er einkennalaust ennþá og ég er líka þakklát fyrir að stelpurnar mínar eru nánast einkennalausar þrátt fyrir að hafa veiruna.“ Auður Tinna er 33 ára, við góða heilsu og frekar fínu formi að eigin sögn. Þegar hún hreyfi sig sé eins og hún hafi skellt sér á hlaupabrettið í hálftíma. Hún þakkar fyrir frábært utanumhald hjá Covid-göngudeildinni og heimilislækninum sínum. Hún gerir sér grein fyrir að hún gæti verið veik í lengri tíma. Varar fólk við að hlusta á Trump „Þannig að fyrir ykkur sem haldið að þetta sé bara leiðinleg flensa þá er þetta ekki alveg svo auðvelt,“ segir Auður Tinna. Hún biður fólk um að gera ekki lítið úr veirunni og hlusta ekki um þvæluna í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þess efnis að ekkert sé að óttast. „Þetta eru mjög óþægileg veikindi og þar á auki eru eftirköst þessarar veiru ekki enn þekkt.“ Hún sendir styrk og baráttukveðjur til annarra sem glími við Covid-19. Þá hvetur hún fólk í sóttkví til að taka jólaþrifin snemma, taka til í skápunum eða leggjast í hámhorf í sjónvarpinu. Ef þú ert í rólegheitum og vantar eitthvað að gera þætti mér pínku vænt um að þú lesir þetta við tækifæri,þetta er samt...Posted by Auður Tinna Hlynsdóttir on Tuesday, October 6, 2020
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira