Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 15:40 Smitrakningarteymi misstu mögulega af þúsundum manna sem gætu hafa verið útsett fyrir veirunni vegna mistaka í gagnavinnslu yfirvalda. Vísir/EPA Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira