Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 21:10 Guðjón Óskarsson segist stefna á að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa 1. júlí 2021. Skjáskot/Facebook Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“ Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“
Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44