Fær mikið lof fyrir að stoppa fyrir framan marklínuna og fórna verðlaunasæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 15:01 Diego Méntrida er öflugur þríþrautarmaður og hann sýndi mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Instagram Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020 Þríþraut Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Sjá meira
Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020
Þríþraut Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Tryggvi reif til sín flest fráköst Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Ísland lauk keppni á EM Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Sjá meira