Sport

Dag­skráin í dag: Strákarnir okkar á Spáni, meistara­keppni KKÍ, NFL og margt fleira

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin verður í eldlínunni með Valencia í vetur.
Martin verður í eldlínunni með Valencia í vetur. vísir/getty

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag en fjölmargar beinar útsendingar eru á dagskránni í dag.

Dagurinn hefst snemma en klukkan 10.35 hefst útsending frá leik Iberostar Tenerife og Casademont Zaragoza. Tryggvi Snær Hlinason er á mála hjá Zaragoza.

Þetta er ekki eina beina útsendingin úr spænska körfuboltanum því klukkan 16.20 verður sýnt beint frá leik Systems Baskonia og Valencia Basket. Martin Hermannsson gekk í raðir Valencia í sumar.

Klukkan 19.05 verður svo sýnt beint frá meistarakeppni kvenna í körfuboltanum en þar mætast bikarmeistarar Skallagríms og Íslandsmeistarar Vals.

Bein útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers í NFL helst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16.55 og ítalski boltinn er einnig í beinni í dag.

Allar útsendingar dagsins má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.