Kastvegalengd Guðna hefði dugað til ólympíugulls Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 08:00 Guðni Valur Guðnason hefur keppt á stórmótum síðustu ár, meðal annars EM í Berlín 2018. vísir/getty Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Sjá meira
Risakast Guðna Vals Guðnasonar í Laugardalnum á miðvikudag er tæplega metra lengra en sigurkast Christoph Harting á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fjórum árum. Guðni kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar, á Haustkastmóti ÍR. Hafa ber í huga að nokkur vindur var í Laugardalnum þegar Guðni setti metið en öfugt við það sem gengur og gerist í hlaup- og stökkgreinum þá er vindur ekki mældur í kastgreinum. Vindhraði hefur því ekki áhrif á það hvort met teljist gilt. Harting kastaði 68,37 metra á Ólympíuleikunum í Ríó og það er jafnframt hans lengsta kast á ferlinum. Guðni varð í 21. sæti á þeim leikum þar sem hann kastaði 60,45 metra, en hann hefði þurft 62,69 metra kast til að komast í 12 manna úrslitin. Lengra en sigurkastið á langflestum stórmótum Íslandsmetvegalengd Guðna er lengri en sigurkastið á langflestum heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum í sögunni. Eins og fram hefur komið er árangur Guðna í gær sá fimmti besti í heiminum í ár. Frá upphafi hafa aðeins 39 kringlukastarar kastað lengra en 69,35 metra. Þjóðverjinn Jürgen Schult á heimsmetið sem er 74,08 metrar frá árinu 1986. Guðni Valur stefnir ótrauður á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en lágmarkið inn á þá leika er 66 metrar, og þykir í raun strangt. Lágmarkinu þarf hins vegar að ná eftir 1. desember næstkomandi en það gefur góð fyrirheit að Guðni hafi náð kasti sem er meira en þremur metrum lengra en lágmarkið.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Sjá meira
Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti. Kastið var vel yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Ólympíuleikana. 16. september 2020 17:55