Enski boltinn

Dier segir að Diego Costa hafi klipið sig í leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eric Dier fannst gaman að mæta Diego Costa.
Eric Dier fannst gaman að mæta Diego Costa. getty/Chelsea Football Club

Eric Dier, leikmaður Tottenham, segir að Diego Costa sé uppáhalds andstæðingur sinn á ferlinum.

Dier greindi frá þessu í þættinum A League of Their Own á Sky Sports í gær. Þar sagði hann líka frá því að Costa hefði átt það til að klípa hann í leikjum Tottenham og Chelsea.

„Ég naut þess alltaf að spila gegn Diego Costa,“ sagði Dier. „Hann var ákafur, lúmskur og alltaf að reyna að gera eitthvað óvænt. Hann kleip mann.“

Dier sagði einnig að hann hefði haft gaman að því að æsa Costa upp í Lundúnaslögum Tottenham og Chelsea.

Þeir tóku báðir þátt í frægum leik liðanna vorið 2016 sem hefur kallaður Baráttan um Brúnna. Tólf leikmenn fengu gult spjald í leiknum sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Dier var einnig níu leikmanna Spurs sem fengu áminningu í leiknum.

Costa leikur nú með Atlético Madrid á Spáni. Hann lék með Chelsea á árunum 2014-17 og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×