Sport

Djoko­vic dæmdur úr leik á opna banda­ríska meistara­mótinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic yfirgefur völlinn eftir að hafa verið dæmdur úr leik.
Djokovic yfirgefur völlinn eftir að hafa verið dæmdur úr leik. Al Bello/Getty Images

Novak Djokovic var í kvöld dæmdur úr leik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis fyrir að skjóta bolta óvart í línudómara. Atvikið má sjá hér að neðan.

Serbinn - sem er efsta sæti heimslistans - virðist ekki hafa ætlað að gera skjóta boltanum í andlit línudómarans viljandi en hann var ekki að horfa þegar hann sló boltann í áttina að dómaranum. Endaði boltinn í hálsi línudómarans og þurfti hún að fá aðstoð við að komast aftur á fætur. 

Djokovic var í fínum málum gegn Spánverjanum Carreno Busta þegar atvikið átti sér stað. Djokovic var af mörgum talinn líklegur til að verja titil sinn en hann vann mótið á síðasta ári. Busta kemst áfram í næstu umferð á meðan Djokovic er úr leik.

Djokovic baðst afsökunar eftir atvikið.Al Bello/Getty ImagesFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.