Innlent

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi á upplýsingafundi almannavarna og Landlæknisembættisins í dag vegna kórónuveirunnar stöðuna hjá heilsugæslustöðvunum. Óskar sagðist hafa ákveðnar áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu nú og hvetur alla sem kenna sér meins að hafa samband.

Hann segir dæmi um að fólk sé veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar. „Fyrst og fremst erum við að sjá að fólk kemur aðeins seinna í sumum tilvikum.“

„Það eru ákveðnar vísbendingar um breytingar á tíðni til dæmis krabbameina. Þetta er hins vegar ekki útgefið en það eru ákveðnar vísbendingar. Í Skandinavíu til dæmis þar er greinilegt með lungnakrabbamein til dæmis. Það hefur aðeins dregið úr því og það er væntanlega ekki vegna þess að það er minna um það. Það er frekar að það muni greinast síðar,“ segir Óskar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×