Tengsl Porsche-eigandans við dómstólinn „óheppileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 14:09 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eiginmaður eigandans er dómari við dómstólinn. vísir/vilhelm Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar. Dómstólar Dómsmál Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Bílabúð Benna hyggst áfrýja nýlegum dómi, þar sem fyrirtækinu var gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Lögmaður bílabúðarinnar segir skjólstæðing sinn ósammála niðurstöðunni „í öllum atriðum,“ þar að auki sé „óheppilegt“ að eigandinn skuli hafa tengsl við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem málið var dæmt. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en var birtur á dögunum. Niðurstaðan vakti nokkra athygli, ekki síst meðal lögfróðra sem tóku eftir því að eigandi bílsins var Ólöf Finnsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Þá er eiginmaður Ólafar Helgi Sigurðsson en hann er einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að dómstjóri taldi alla dómara við dómstólinn vanhæfa til að dæma málið þegar stefnan var þingfest. Dómstjóri fól því dómstólasýslunni að finna annan dómara. Kröfðust þess að dómarinn viki Sem fyrr segir hyggst Bílabúð Benna áfrýja dómnum, að sögn Gunnars Inga Jóhannssonar sem varði hagsmuni fyrirtækisins. Aðspurður hvort þessi tengsl Ólafar og Helga við dómstólinn gefi tilefni til að efast um niðurstöðuna segir Gunnar Ingi að málinu sé fyrst og fremst áfrýjað þar sem forsvarsmenn bílabúðarinnar séu ósammála forsendum og niðurstöðu dómsins í öllum atriðum. „Hins vegar er það vissulega óheppilegt að málið hafi verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvar eiginmaður stefnanda er starfandi héraðsdómari og að Dómstólasýslan, sem stefnandi er í fyrirsvari fyrir, hafi valið dómara til að dæma málið,“ segir Gunnar. Þar var um að ræða embættisdómara við Héraðsdóm Reykjaness, en málið var áfram rekið í Reykjavík. Gunnar segir að umbjóðandi sinn hafi krafist þess að fyrrnefndur embættisdómari sem dómstólasýslan valdi til að dæma málið viki sæti, en hann hafi talið rétt að fá aðila utan dómskerfisins til að dæma það. Dómarinn sem var valinn hafi hins vegar hafnað því að víkja. Dómarar leggja mat á eigið hæfi Gunnar segir umbjóðanda hans „vissulega hafa skilning á því að fólk innan dómskerfisins þurfi sjálft að leggja ágreiningsmál sín fyrir dómstóla en telji engu að síður óheppilegt að það skuli ekki gert með tilliti til þeirra tengsla sem aðilar hafa við dómskerfið.“ Þannig séu ákvæði í lögum um meðferð einkamála um hæfi dómara og ekki megi vera til staðar atvik sem séu til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni dómara. Það hafi verið mat forsvarsmanna Bílabúðar Benna að „þegar svona háttar til megi hugsanlega draga í efa óhlutdrægni embættisdómara, en dómarar leggja sjálfir mat á hæfi sitt.“ Gunnar telur þannig líklegt að reglur um hæfi dómara verði áréttaðar við meðferð málsins á áfrýjunarstigi, t.d. að mannréttindadómstóll Evópu hafi gert strangar kröfur hvað þetta varðar.
Dómstólar Dómsmál Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira