Enski boltinn

Noel Gallagher tók „Wonderwall“ með leikmönnum City inni í klefa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benjamin Mendy og Noel Gallagher á háu nótunum.
Benjamin Mendy og Noel Gallagher á háu nótunum. vísir/getty

Noel Gallagher, fyrrverandi gítarleiki og aðallagahöfundur Oasis, fagnaði með leikmönnum Manchester City inni í búningsklefa þeirra eftir sigurinn á Aston Villa, 2-1, í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Þetta er þriðja árið í röð sem City vinnur deildabikarinn.

Gallagher er einn þekktasti, ef ekki þekktasti, stuðningsmaður City og er tíður gestur á leikjum liðsins.

Eftir leikinn á Wembley í gær fór Gallagher inn í búningsklefa City og fagnaði með sínum mönnum.

Eins og venjulega var Benjamin Mendy, sem sat allan tímann á varamannabekknum í gær, hrókur alls fagnaðar.

Mendy fékk Gallagher m.a. til að taka slagarann „Wonderwall“ með sér eins og sjá má hér fyrir neðan.



„Wonderwall“ kom út á plötunni (What's the Story) Morning Glory? í október 1995. Á þeim tíma gekk öllu verr hjá City en núna. Liðið féll niður í B-deildina vorið 1996. Tveimur árum síðar var City komið niður í C-deildina.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. City er nú eitt besta lið Evrópu og hefur unnið átta af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið á Englandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×