Enski boltinn

„Mikið afrek að vinna þrisvar í röð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola er vanur að lyfta deildabikarnum.
Guardiola er vanur að lyfta deildabikarnum. vísir/getty

Pep Guardiola stýrði Manchester City til sigurs í enska deildabikarnum þriðja árið í röð er liðið vann Aston Villa, 1-2, á Wembley í dag.

„Það er mikið afrek að vinna þrisvar í röð. Það er stöðugleiki, ótrúlegt,“ sagði Guardiola eftir úrslitaleikinn.

„Þetta var frábært. Við áttum í vandræðum í byrjun leiksins og undir lok hans. Þeir fengu tvö góð færi í upphafi leiks en við spiluðum mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“

Hinn 19 ára Phil Foden fékk tækifæri í byrjunarliði City og var valinn maður leiksins.

„Leikurinn var góður. Phil var mjög beittur. Þetta er annar titilinn okkar á tímabilinu ásamt Samfélagsskildinum,“ sagði Guardiola sem hefur nú unnið átta titla á tæpum fjórum árum sem knattspyrnustjóri City.

„Við höfum unnið mikið. Við förum í alla leiki og allar keppnir til að vinna. Það er frábært að vinna þessa keppni þriðja sinn í röð.“

Aðeins þrír stjórar hafa unnið deildabikarinn oftar en Guardiola; Sir Alex Ferguson, José Mourinho og Brian Clough.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×