Sport

Adesanya og Zhang vörðu beltin sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bardagi Adesanya og Yoel Romero olli miklum vonbrigðum.
Bardagi Adesanya og Yoel Romero olli miklum vonbrigðum. vísir/getty
Það var risastórt bardagakvöld hjá UFC um nýliðna helgi. Þar var boðið upp á tvo titilbardaga sem voru eins ólíkir og hægt var.

Fyrri titilbardaginn var í strávigt kvenna þar sem kínverski meistarinn Weili Zhang mætti fyrrum meistaranum Joönnu Jedrzejczyk. Það var rosalegur fimm lotu bardagi.





Margir eru þegar á því að þetta hafi verið besti kvennabardagi allra tíma og einn besti bardagi sem hefur sést lengi. Báðar tóku þær við ótrúlega þungum og mörgum höggum án þess að verða rotaðar. Bardaginn fór alla leið þar sem Zhang vann á stigum.

Þá var komið að titilbardaganum þar sem hinn ósigraði meistari, Israel Adesanya, mætti hermanni Guðs, Yoel Romero. Ólíkt bardaganum á undan að þá gerðu þeir nánast ekki neitt og sá varla á þeim eftir fimm lotur. Adesanya vann þó á stigum.





Á meðal annarra úrslita má nefna að brasilíski kúrekinn, Alex Oliveira, hafði betur gegn Max Griffin og Neil Magny lagði Li Jingliang.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×