Liverpool mætir nýliðum Leeds í fyrsta leik í titilvörninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 08:10 Liverpool vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár á síðustu leiktíð. Leiðtogarnir Jordan Henderson og Virgil van Dijk fagna hér titlinum með félögum sínum í Liverpool liðinu. EPA-EFE/Phil Noble Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira