Liverpool mætir nýliðum Leeds í fyrsta leik í titilvörninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 08:10 Liverpool vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár á síðustu leiktíð. Leiðtogarnir Jordan Henderson og Virgil van Dijk fagna hér titlinum með félögum sínum í Liverpool liðinu. EPA-EFE/Phil Noble Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaplanið fyrir komandi tímabil í deildinni sem hefst nú einum mánuði seinna út af kórónuveirunni. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar 2020-21 hefst laugardaginn 12. september en forráðamenn deildarinnar þurftu að koma þessum 380 leikjum fyrir á styttri tíma en áður vegna þess að tímabilið er að hefjast miklu seinna en vanalega. Englandsmeistarar Liverpool mæta nýliðum Leeds í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Liverpool var að vinna ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár en Leeds er komið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan árið 2004. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Tottenham á útivelli í fyrsta leik en Gylfi spilaði auðvitað með Tottenham í tvær leiktíðir á sínum tíma. Lið Manchester City og Manchester United fóru lengst af ensku liðunum í Evrópukeppnunum í ágúst og á því lengra frí en hin liðin. Ástæðan er að félögin samþykktu það að hvert lið yrði að minnsta kosti að fá þrjátíu daga frí á milli síðasta leiksins á 2019-20 tímabilinu og þess fyrsta á 2020-21 tímabilinu. Því gátu Manchester liðin ekki spilað fyrstu leiki sína þessa fyrstu helgi. Leikir liðanna sem áttu að fara fram þessa helgi voru annars vegar leikur Burnley og Manchester United en hins vegar leikur Manchester City og Aston Villa. Chelsea og Wolves duttu út í átta liða úrslitunum en vegna þess munu leikir þeirra ekki fara fram fyrr en á mánudeginum 14. september. Chelsea heimsækir þá Brighton og Úlfarnir mæta til Sheffield United. Nýliðar deildarinnar eru lið Leeds, West Bromwich Albion og Fulham. Enska úrvalsdeildin hefur séð mikið af West Brom og Fulham á síðustu árum en þetta verður í fyrsta sinn í sextán ár sem Leeds spilar í deild þeirra bestu. Leeds mætir eins og áður sagði Liverpool á Anfield en West Bromwich Albion tekur á móti Leicester City og Fulham fær Arsenal í heimsókn. Hér má sjá alla leiki í öllum ferðum. Announce 2020/21 #PLFixtures — Premier League (@premierleague) August 20, 2020 Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni 2020-21 lítur þannig út: Laugardagur 12. september: Crystal Palace - Southampton Fulham - Arsenal Liverpool - Leeds United Tottenham Hotspur - Everton West Bromwich Albion - Leicester City West Ham United - Newcastle United Mánudagur 12. september: Brighton - Chelsea Sheffield United -v Wolves Frestaðir leikir Burnley - Manchester United Manchester City - Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira