Sport

Eva María bætti 25 ára gamalt met Völu Flosa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva María Baldursdóttir er mjög efnilegur hástökkvai.
Eva María Baldursdóttir er mjög efnilegur hástökkvai. Mynd/selfoss.net

Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir endurskrifaði metabækurnar á Hástökksmóti Selfoss á dögunum.

Eva María Baldursdóttir bætti þá Íslandsmetið í flokki 16 til 17 ára stúlkna í hástökki þegar hún stökk yfir 1,81 metra á Hástökksmóti Selfoss. Fyrra metið var 1,80 metrar sem Vala Flosadóttir setti árið 1995 og var því orðið 25 ára gamalt.

Eva María átti best 1,78 sentimetra frá því fyrr í sumar og var því að bæta sig um þrjá sentimetra.

Með árangrinum er Eva kominn upp í þriðja sæti íslenska afrekalistans frá upphafi en Íslandsmetið er 1,88 metrar sem Þórdís Lilja Gísladóttir setti árið 1990.

Eva María setti einnig Héraðsmet í flokkum 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára en þau met átti hún sjálf.

Árangur Eva Maríu er líka sá fimmti besti í Evrópu í ár í flokki stúlkna 17 ára og yngri og sá sjötti besti í heiminum en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttsambands Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.