Innlent

Tekinn með kókaín inn­vortis og í fórum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sætir nú tilkynningaskyldu til 4. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.
Maðurinn sætir nú tilkynningaskyldu til 4. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. vísir/vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann eftir að tollgæslan hafði stöðvað hann vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi reynst vera með tvær kókaínpakkningar í fórum sínum og fjórar til viðbótar innvortis.

Við skýrslutöku hafi hann sagst hafa gripið til þess ráðs að smygla eiturlyfjum til Íslands í þeim tilgangi að geta greitt skuld við ónafngreinda menn erlendis. Sagðist maðurinn hafa staðið einn að tilrauninni til smygls og hefði ætlað að koma þeim í verð hér á landi.

Maðurinn sætir nú tilkynningaskyldu til 4. apríl næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Staðinn að búðarhnupli

Einnig segir frá því að karlmaður hafi verið færður til skýrslutöku á lögreglustöð eftir að hafa verið staðinn að því að stela vörum úr verslun í Njarðvík í vikunni. Maðurinn hafði stungið inn á sig kremi, tannkremi og sjampói.

„Starfsmenn verslunarinnar stóðu hann að hnuplinu og voru með hann inni á verslunarstjóraskrifstofu þegar lögreglumenn á Suðurnesjum mættu á vettvang. Maðurinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöð,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.