Körfubolti

„Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin nýtur þess að spila í bestu deild Evrópu.
Martin nýtur þess að spila í bestu deild Evrópu. vísir/getty

Martin Hermannsson, nýkrýndur bikarmeistari með Alba Berlin, er á sínu fyrsta tímabili í EuroLeague þar sem bestu lið Evrópu mætast.

Þátttöku í EuroLeague fylgir mikið álag sem Martin segist hafa fundið fyrir.

„Ég hef verið að læra á líkamann upp á nýtt. Ég hef aldrei kynnst svona svakalegu leikjaálagi og ferðalögum,“ sagði Martin.

„Ég er byrjaður að finna til á stöðum sem ég ekki fundið til á áður. Þetta er lærdómstímabil fyrir mig og mér finnst ég hafa höndlað þetta ágætlega. En ég hlakka líka til að fá sumarfrí, það fyrsta síðan 2009.“

En eru einhverjir þættir sem Martin þarf að bæta í sínum leik til að standa betur að vígi í baráttuna við þá bestu?

„Vörnin hefur þroskast mikið. Ég hef lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er orðinn miklu betri varnarmaður en ég var,“ svaraði Martin.

„Ég hef ekki hitt vel í vetur, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Ég þarf líka að vinna í andlega þættinum, að halda mér ferskum og finna ánægjuna í að spila 80 leiki á ári.“


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×