Körfubolti

Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson kyssir gullið sitt í gær.
Martin Hermannsson kyssir gullið sitt í gær. Getty/City-Press

Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill.

Martin skoraði 20 stig á aðeins 23 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum.

Martin fiskaði 6 villur í leiknum og var einnig með 2 stoðsendingar. Alba Berlin vann þær mínútur sem hann spilaði með sextán stigum.

Þetta var fyrsti titill Alba Berlin síðan árið 2016 þegar liðið varð síðast bikarmeistari en liðið hafði tapað bikarúrslitaleiknum tvö ár í röð.

Alba Berlin hefur tekið saman svipmyndir frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir hann og má sjá það hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×