Körfubolti

Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson fagnar einn af körfum sínum í bikarúrslitaleiknum.
Martin Hermannsson fagnar einn af körfum sínum í bikarúrslitaleiknum. Getty/City-Press

Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur.

Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudagskvöldið en íslenski bakvörðurinn fór á kostum í bikarúrslitaleiknum.

Í dag var það tilkynnt á Twitter-síðu þýsku deildarinnar að Martin hafi verið valinn mikilvægasti leikmaður bikarúrslitaleiksins í ár.


Martin var einn af fjórum leikmönnum sem kom til greina sem mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins en hinir voru Luke Sikma og Peyton Siva hjá Alba Berlin og svo Rasid Mahalbasic hjá Oldenburg.

Martin skoraði 20 stig á 23 mínútum í úrslitaleiknum þar sem Alba Berlin vann 89-67 sigur á EWE Baskets Oldenburg. Martin hitti meðal annars úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum.

Þetta var fyrsti titill Martins síðan að hann varð Íslandsmeistari með KR-liðinu eftir 3-1 sigur á Grindavík í lokaúrslitunum 2014. Martin var valinn mikilvægasti lokaúrslitanna þetta vor en hann var þá í algjöru lykilhlutverki þrátt fyrir ungan aldur.

Í úrslitaeinvíginu var Martin með 19,0 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali auk þess að taka 3,3 fráköst og stela 2,0 boltum í leik.


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.