Körfubolti

Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin er stoðsendingahæsti leikmaður Alba Berlin í EuroLeague í vetur.
Martin er stoðsendingahæsti leikmaður Alba Berlin í EuroLeague í vetur. vísir/getty

Martin Hermannsson, sem varð bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn, segir það mikla upplifun að spila við bestu lið Evrópu í EuroLeague, nánast í hverri viku.„Þetta eru þvílík forréttindi. Þetta er miklu stærra en Íslendingar gera sér grein fyrir. Það er synd að þetta sé ekki sýnt og fólk viti ekki meira um EuroLeague,“ sagði Martin.„Þetta er örugglega á pari við NBA-deildina. Ég geri stundum grín að því að það sé spiluð vörn þarna en ekki í NBA.“En hvaða leikir hvaða staðið upp úr í vetur?„Báðar ferðirnar til Tyrklands voru eftirminnilegar. Við töpuðum reyndar báðum leikjunum í framlengingu. En að spila í Istanbúl að spila fyrir framan þessa blóðheitu stuðningsmenn var frekar magnað,“ sagði Martin.„Svo var gaman að vinna Rauðu stjörnuna í Serbíu fyrir framan fulla höll, 20.000 manns. Allir þessir leikir sitja fast í manni. Maður er að gera þetta í fyrsta skipti og spila á móti leikmönnum sem maður hefur litið upp til. Það er eitthvað fallegt við alla leikina.“Martin komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa skorað 20 stig og gefið tíu stoðsendingar í leik í EuroLeague þegar hann afrekaði það í sigri á Panathinaikos í Aþenu, 105-106, í tvíframlengdum leik í nóvember.„Það var gaman að komast á þennan lista. Það sannaði fyrir mér hvað ég get gert á þessu stigi,“ sagði Martin.


Tengdar fréttir

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.