Körfubolti

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson var stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari.
Martin Hermannsson var stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari. Vísir/Twitter

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Leikurinn var einkar jafn framan af og var Alba Berlin undir þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá
43-40 Oldenburg í vil. Í 3. leikhluta leiksins fór Alba liðið hins vegar á flug á meðan ekkert gekk upp hjá Oldenburg. Alba vann leikhlutann 25-8 og lagði grunninn að sigrinum.

Þeir unnu svo einnig síðasta fjórðung leiksins sannfærandi og þar með leikinn með 22 stiga mun. Lokatölur 89-67 og Alba Berlín þar með þýskur bikarmeistari.

Martin skoraði alls 20 stig, þar af setti hann fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. Þá gaf hann tvær stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.