Fótbolti

Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inter getur ekki mætt Sampdoria í kvöld.
Inter getur ekki mætt Sampdoria í kvöld. vísir/getty

Þremur leikjum sem áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hefur verið frestað vegna ótta við útbreiðslu COVID19-veirunnar.

Þar á meðal er leikur Inter og Sampdoria. Leik kvennaliða AC Milan og Fiorentina hefur einnig verið frestað. Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með Milan. Emil Hallfreðsson og félagar hans í C-deildarliðinu Padova geta heldur ekki mætt ArzignanoChiampo í dag.

Alls hafa 79 manns smitast af veirunni á Ítalíu og tveir látist af völdum hennar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða vegna útbreiðslu veirunnar.

Öllum íþróttaleikjum sem áttu að fara fram í Venetó og Langbarðalandi (Lombardy) í dag hefur t.a.m. verið frestað. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær.

Auk leiks Inter og Sampdoria hefur leikjum Verona og Cagliari og Atalanta og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni verið frestað.

Einnig var leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni frestað eins og áður sagði.


Alls hafa 2348 manns látist af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum löndum. COVID19-smit hafa greinst í 26 löndum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.