Innlent

Sat fastur í bíl á milli Dal­víkur og Ólafs­fjarðar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Færð á svæðinu er afar slæm með miklum vindi og snjókomu.
Færð á svæðinu er afar slæm með miklum vindi og snjókomu. vísir/vilhelm

Kalla þurfti út björgunarsveitina á Dalvík vegna ökumanns sem festi bifreið sína á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar laust eftir miðnætti.

Færð á svæðinu er afar slæm með miklum vindi og snjókomu.

Í ljósi þess að Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir svæðið hefur lögreglan á Norðurlandi eystra biðlað til ferðalanga að athuga vel með færð og veður áður en haldið er af stað.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.