Fór frjálslega með staðreyndir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2020 11:38 Donald Trump í fulltrúadeildinni í nótt. Mike Pence, varaforseti, stendur fyrir aftan forsetann og klappar fyrir honum. AP/Leah Millis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína þriðju stefnuræðu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Þar dásamaði Trump eigin störf og var ræðan að miklu leiti eins og lágstemmd útgáfa af kosningafundum hans. Þá fór forsetinn heldur frjálslega með staðreyndir eins og hann hefur svo oft áður gert. Meðal annars sagði Trump ósatt um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, niðurfellingu skatta, olíuframleiðslu, innflytjendur og fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru varðandi ósannindi Trump. Eignar sér áragamla áfanga í efnahagi Trump varði miklum tíma í ræðu sinni í að stæra sig af góðum gangi efnahags Bandaríkjanna. Hann sagði til dæmis að þökk sé ríkisstjórn hans, og viðleitni hennar til að fækka reglugerðum, væru Bandaríkin orðin lang stærsti framleiðandi olíu og gass í heiminum. Hið rétta er að Bandaríkin urðu stærsti orkuframleiðandi heimsins, heilt yfir, árið 2012, þegar Barack Obama var forseti. Bandaríkin tóku fram úr Rússlandi varðandi framleiðslu gass árið 2009 og stærsti olíuframleiðandinn árið 2013 þegar Bandaríkin tóku fram úr Sádi-Arabíu. Another false claim in the SOTU excerpts: "Thanks to our bold regulatory reduction campaign, the United States has become the #1 producer of oil and natural gas in the world, by far." The US became #1 in 2012, under Obama, though its advantage has grown under Trump. pic.twitter.com/sXnukUuOTH— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump sagði einni að þökk sé honum, þá hefði atvinnuleysi dregist verulega saman. Það hefði aldrei gerst ef hann hefði ekki kollvarpað „misheppnaðri efnahagsstefnu“ forvera síns. Eignaði hann sér einnig fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Það er að miklu leyti satt. Þróunin í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa hófst þó í forsetatíð Obama og hefur haldið nánast óbreytt áfram. Eins og segir í umfjöllun Slate er auðvelt að sjá hið sanna á línuritum Atvinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Þá ýkti Trump verulega hve mikið störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að viðskiptasamningur Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó myndi skapa nærri því hundrað þúsund hálaunastörf. Sérfræðingar segja það þó fjarri sannleikanum. Áætlað er að samningurinn gæti skapað um 28 þúsund störf varðandi framleiðslu bíla en ríkisstjórn Trump segir töluna um 76 þúsund. Hæsta áætlun ríkisstjórnar Trump er því ekki nærri hundrað þúsund störfum. Hagfræðingar segja einnig að samningurinn muni auka kostnað bíla og draga þannig bæði úr veltu og framleiðslu. Hefur ekkert gert til að tryggja langveika Varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann muni ávallt standa vörð um fólk með undirliggjandi heilsukvilla og að þau verði tryggð. Það gerði hann einnig í ræðu sinni í nótt, en þessar yfirlýsingar hans eru fjarri sannleikanum. Eitt af fyrstu verkum hans og Repúblikana eftir að Trump tók við embætti var að leggja fram frumvarp um að fella niður heilbrigðiskerfislög Obama, sem kallast Obamacare, sem tryggði fólki með undirliggjandi heilsukvilla sjúkratryggingar og að ekki væri hægt að rukka þau meira en aðra. Repúblikanar lögðu aldrei fram frumvarp sem ætti að koma í stað laga Obama. Frumvarpið var fellt í öldungadeildinni þegar John McCain greiddi atkvæði gegn því. Viðleitni ríkisstjórnar Trump við að ganga frá Obamacare hefur haldið áfram síðan þá og hafa Trump-liðar ítrekað tekið skref til að grafa undan þeim. Meðal annars með lögsóknum sem standa yfir Á engum tímapunkti hafa verið lagðar fram nokkurs konar áætlanir um að hvernig ríkisstjórn Trump sér fyrir sér að sjá um að langveikt fólk missi ekki tryggingar sínar, þrátt fyrir að Trump hafi ítrekað haldið því fram að slíkt standi til. Again, Trump has very much not protected patients with pre-existing conditions. pic.twitter.com/B2wpRLlF0j— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump hélt því fram í ræðu sinni í nótt að enginn forseti hefði tilnefnt fleiri alríkisdómara í embætti en hann, alls 187, og að þessir dómarar ættu að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er ekki rétt að enginn hafi tilnefnt fleiri dómara. Jimmy Carter gerði það til dæmis á sama tímabili en hann hafði tilnefnt 197 alríkisdómara þegar hann var búinn að vera forseti jafn lengi og Trump. Það er þó rétt að Trump hafi tilnefnt flesta dómara í áfrýjunardómstóla alríkisins. Hann hefur tilnefnt 50 en Carter hafði skipað 48. Ein míla af nýjum vegg, ekki 115 Varðandi ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum fór Trump með ýmsar ýkjur og ósannindi. Hann hélt því meðal annars fram að búið væri að reisa „langan, háan og mjög öflugan“ múr á rúmlega hundrað mílum af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Hið rétta er að þó Landamæraeftirlit Bandaríkjanna segi „nýjan múr“ hafa verið reistan á 115 mílna kafla landamæranna hefur múr einungis verið reistur á einni mílu, þar sem enginn múr eða tálmar voru áður. Annars hefur einungis verið um endurbætur að ræða. Chad Wolf, starfandi yfirmaður Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, staðhæfði í janúar að einungis væri um nýja múra að ræða, sama hvað gagnrýnendur ríkisstjórnar Trump héldu fram. Þá er vert að benda á að múrinn sem hefur verið reistur er alls ekki óumdeildur. Í síðustu viku hrundi kafi múrsins vegna vinds. Þá hafa fregnir borist af því að smyglarar hafi sagað fjölda gata á múrinn og víða hafi smyglarar notast við stór op á múrnum sem þurfa að vera opin vegna skyndiflóða. Trump gagnrýndi það einnig að ólöglegum innflytjendum væri sleppt innan landamæra Bandaríkjanna, eftir að þau væru gómuð af yfirvöldum. Sagði hann að fá þeirra mættu svo fyrir dómstóla þegar hælisumsóknir þeirra væru teknar fyrir. Opinber gögn sýna þó að mikill meirihluti þeirra mæta fyrir dómstóla. Gögn frá Dómsmálaráðuneytinu sína að árið 2016 voru það níu prósent sem mættu ekki og ellefu prósent árið 2017. Það þýðir að um 90 prósent innflytjenda mættu fyrir dómstóla á þeim árum, í stað þess að fara í felur innan Bandaríkjanna eins og Trump sagði. Trump stærði sig einnig af því að hafa fækkað komum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna verulega. Þeim hefði fækkað um 75 prósent frá því í maí. Þar hefur forsetinn rétt fyrir sér en gaf hann þó ranga mynd af stöðu mála. Maí í fyrra var sá mánuður forsetatíðar Trump þar sem flestar tilraunir voru gerðar meðal ólöglegra innflytjenda til að komast til Bandaríkjanna. Heilt yfir hefur tilraununum fjölgað frá því Trump tók við embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína þriðju stefnuræðu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Þar dásamaði Trump eigin störf og var ræðan að miklu leiti eins og lágstemmd útgáfa af kosningafundum hans. Þá fór forsetinn heldur frjálslega með staðreyndir eins og hann hefur svo oft áður gert. Meðal annars sagði Trump ósatt um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, niðurfellingu skatta, olíuframleiðslu, innflytjendur og fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru varðandi ósannindi Trump. Eignar sér áragamla áfanga í efnahagi Trump varði miklum tíma í ræðu sinni í að stæra sig af góðum gangi efnahags Bandaríkjanna. Hann sagði til dæmis að þökk sé ríkisstjórn hans, og viðleitni hennar til að fækka reglugerðum, væru Bandaríkin orðin lang stærsti framleiðandi olíu og gass í heiminum. Hið rétta er að Bandaríkin urðu stærsti orkuframleiðandi heimsins, heilt yfir, árið 2012, þegar Barack Obama var forseti. Bandaríkin tóku fram úr Rússlandi varðandi framleiðslu gass árið 2009 og stærsti olíuframleiðandinn árið 2013 þegar Bandaríkin tóku fram úr Sádi-Arabíu. Another false claim in the SOTU excerpts: "Thanks to our bold regulatory reduction campaign, the United States has become the #1 producer of oil and natural gas in the world, by far." The US became #1 in 2012, under Obama, though its advantage has grown under Trump. pic.twitter.com/sXnukUuOTH— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump sagði einni að þökk sé honum, þá hefði atvinnuleysi dregist verulega saman. Það hefði aldrei gerst ef hann hefði ekki kollvarpað „misheppnaðri efnahagsstefnu“ forvera síns. Eignaði hann sér einnig fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Það er að miklu leyti satt. Þróunin í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa hófst þó í forsetatíð Obama og hefur haldið nánast óbreytt áfram. Eins og segir í umfjöllun Slate er auðvelt að sjá hið sanna á línuritum Atvinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Þá ýkti Trump verulega hve mikið störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að viðskiptasamningur Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó myndi skapa nærri því hundrað þúsund hálaunastörf. Sérfræðingar segja það þó fjarri sannleikanum. Áætlað er að samningurinn gæti skapað um 28 þúsund störf varðandi framleiðslu bíla en ríkisstjórn Trump segir töluna um 76 þúsund. Hæsta áætlun ríkisstjórnar Trump er því ekki nærri hundrað þúsund störfum. Hagfræðingar segja einnig að samningurinn muni auka kostnað bíla og draga þannig bæði úr veltu og framleiðslu. Hefur ekkert gert til að tryggja langveika Varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann muni ávallt standa vörð um fólk með undirliggjandi heilsukvilla og að þau verði tryggð. Það gerði hann einnig í ræðu sinni í nótt, en þessar yfirlýsingar hans eru fjarri sannleikanum. Eitt af fyrstu verkum hans og Repúblikana eftir að Trump tók við embætti var að leggja fram frumvarp um að fella niður heilbrigðiskerfislög Obama, sem kallast Obamacare, sem tryggði fólki með undirliggjandi heilsukvilla sjúkratryggingar og að ekki væri hægt að rukka þau meira en aðra. Repúblikanar lögðu aldrei fram frumvarp sem ætti að koma í stað laga Obama. Frumvarpið var fellt í öldungadeildinni þegar John McCain greiddi atkvæði gegn því. Viðleitni ríkisstjórnar Trump við að ganga frá Obamacare hefur haldið áfram síðan þá og hafa Trump-liðar ítrekað tekið skref til að grafa undan þeim. Meðal annars með lögsóknum sem standa yfir Á engum tímapunkti hafa verið lagðar fram nokkurs konar áætlanir um að hvernig ríkisstjórn Trump sér fyrir sér að sjá um að langveikt fólk missi ekki tryggingar sínar, þrátt fyrir að Trump hafi ítrekað haldið því fram að slíkt standi til. Again, Trump has very much not protected patients with pre-existing conditions. pic.twitter.com/B2wpRLlF0j— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump hélt því fram í ræðu sinni í nótt að enginn forseti hefði tilnefnt fleiri alríkisdómara í embætti en hann, alls 187, og að þessir dómarar ættu að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er ekki rétt að enginn hafi tilnefnt fleiri dómara. Jimmy Carter gerði það til dæmis á sama tímabili en hann hafði tilnefnt 197 alríkisdómara þegar hann var búinn að vera forseti jafn lengi og Trump. Það er þó rétt að Trump hafi tilnefnt flesta dómara í áfrýjunardómstóla alríkisins. Hann hefur tilnefnt 50 en Carter hafði skipað 48. Ein míla af nýjum vegg, ekki 115 Varðandi ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum fór Trump með ýmsar ýkjur og ósannindi. Hann hélt því meðal annars fram að búið væri að reisa „langan, háan og mjög öflugan“ múr á rúmlega hundrað mílum af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Hið rétta er að þó Landamæraeftirlit Bandaríkjanna segi „nýjan múr“ hafa verið reistan á 115 mílna kafla landamæranna hefur múr einungis verið reistur á einni mílu, þar sem enginn múr eða tálmar voru áður. Annars hefur einungis verið um endurbætur að ræða. Chad Wolf, starfandi yfirmaður Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, staðhæfði í janúar að einungis væri um nýja múra að ræða, sama hvað gagnrýnendur ríkisstjórnar Trump héldu fram. Þá er vert að benda á að múrinn sem hefur verið reistur er alls ekki óumdeildur. Í síðustu viku hrundi kafi múrsins vegna vinds. Þá hafa fregnir borist af því að smyglarar hafi sagað fjölda gata á múrinn og víða hafi smyglarar notast við stór op á múrnum sem þurfa að vera opin vegna skyndiflóða. Trump gagnrýndi það einnig að ólöglegum innflytjendum væri sleppt innan landamæra Bandaríkjanna, eftir að þau væru gómuð af yfirvöldum. Sagði hann að fá þeirra mættu svo fyrir dómstóla þegar hælisumsóknir þeirra væru teknar fyrir. Opinber gögn sýna þó að mikill meirihluti þeirra mæta fyrir dómstóla. Gögn frá Dómsmálaráðuneytinu sína að árið 2016 voru það níu prósent sem mættu ekki og ellefu prósent árið 2017. Það þýðir að um 90 prósent innflytjenda mættu fyrir dómstóla á þeim árum, í stað þess að fara í felur innan Bandaríkjanna eins og Trump sagði. Trump stærði sig einnig af því að hafa fækkað komum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna verulega. Þeim hefði fækkað um 75 prósent frá því í maí. Þar hefur forsetinn rétt fyrir sér en gaf hann þó ranga mynd af stöðu mála. Maí í fyrra var sá mánuður forsetatíðar Trump þar sem flestar tilraunir voru gerðar meðal ólöglegra innflytjenda til að komast til Bandaríkjanna. Heilt yfir hefur tilraununum fjölgað frá því Trump tók við embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent