Tónlist

Nýtt myndband frá Ásgeiri Trausta undir áhrifum Tarantino

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir fer mikinn í myndbandinu.
Ásgeir fer mikinn í myndbandinu.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Pictures og var það frumsýnt í dag.

Lagið verður á næstu plötu Ásgeirs sem kemur út þann 7. febrúar og ber heitið Bury The Moon.

Það var Einar Egilsson sem leikstýrði myndbandinu sem tekið er upp á Íslandi.

Ásgeir var í viðtali á vefnum BlackBook í dag þar sem hann segir frá myndbandinu og nefnir meðal annars að það sé undir áhrifum frá myndum Quentin Tarantino.

Hér að neðan má sjá þetta glænýja myndband Ásgeirs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.